Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. maí 2024 13:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Spilað frábærlega með Fredrikstad sem er að koma öllum á óvart í Noregi"
Icelandair
Júlíus var í hópnum síðasta haust.
Júlíus var í hópnum síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli einnig að banka á dyrnar.
Sævar Atli einnig að banka á dyrnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Júlíus Magnússon hefur farið frábærlega af stað í norsku úrvalsdeildinni með liði sínu Fredrikstad. Fredrikstad er nýliði í deildinni og er Júlíus í lykilhlutverki í liðinu. Hann hefur vakið athygli með spilamennsku sinni, skorað bæði í deildinni og í bikarnum og var í liði vikunnar fyrir frammistöðuna gegn Lilleström um helgina..

Júlíus er 25 ára varnarsinnaður miðjumaður sem norska félagið keypti af Víkingi fyrir tímabilið í fyrra. Hann var fljótur að vinna sig inn í byrjunarliðið og var kominn með fyrirliðabandið í lok tímabilsins. Fredrikstad flaug upp úr B-deildinni og hefur, eins og fyrr segir, byrjað tímabilið í efstu deild virkilega vel. Júlíus hefur spilað allar mínúturnar í deildinni til þessa og situr Fredrikstad í 2. sæti deildarinnar sem stendur.

Júlíus var valinn í landsliðshópinn síðasta haust en hefur ekki verið valinn síðan. Landsliðsþjálfarinn Age Hareide var spurður út í Júlíu á fréttamannafundi í dag.

„Júlíus Magnússon hefur gert frábærlega með Fredrikstad sem er að koma öllum á óvart í Noregi og ég hef fylgst vel með. Staðan er þannig að við eigum fullt af góðum miðjumönnum, svo margir góðir leikmenn. Það sem vantar eru fleiri varnarmenn, fleiri miðverðir og að það sé meiri samkeppni í þeirri stöðu. Á miðjunni og á köntunum erum við með mikla samkeppni, topp leikmenn sem eru í hópnum núna. Það er blanda af leikmönnum með mikla reynslu og yngri leikmenn sem einnig eru komnir með talsverða reynslu," sagði Norðmaðurinn Hareide sem taldi upp alla miðjumennina og kantmennina í hópnum.

Hann nefndi m.a. að hann þyrfti að sjá meira af Mikael Anderson, Stefáni Teiti Þórðarsyni og Kristian Nökkva Hlynssyni með landsliðinu. Spurning hvort þeir fái tækifærið í leikjunum gegn Englandi og Hollandi.

„Þetta er hörð samkeppni, það er alltaf möguleiki að vinna sér sæti í hópnum. Ég er ánægður með samkeppnina á miðsvæðinu."

Sævar Atli Magnússon var heldur ekki langt frá því að vera í hópnum. „Sævar glímdi við meiðsli í vetur. Hann skoraði tvö mörk fyrir Lyngby um helgina, gerði mjög vel. Það lítur út fyrir að þeir munu ná að halda sér uppi í Superliga," sagði Hareide.



Athugasemdir
banner
banner