Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   þri 21. maí 2024 13:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Ari aftur í liði umferðarinnar - Hans besti leikur
Júlíus líka í úrvalsliðinu
Viðar Ari.
Viðar Ari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þeir Viðar Ari Jónsson og Júlíus Magnússon eru í liði umferðarinnar hjá NTB fyrir frammistöðu sína í 9. umferð norsku Eliteserien.

Viðar Ari er í liðinu aðra umferðina í röð. Viðar var í liði HamKam sem lagði meistarana í Bodö/Glimt óvænt, 1-0, um helgina. Júlíus var þá á skotskónum í 3-0 sigri Fredrikstad á Lilleström. Þess má geta að Logi Tómasson átti einnig góðan leik um helgina, lagði upp mark í 2-0 sigri Strömsgodset á Haugesund.

Viðar Ari átti einnig mjög góðan leik í síðustu viku þegar hann bæði skoraði og lagði upp í stórsigri HamKam á Sarpsborg.

Viðar er þrítugur vængbakvörður sem var fenginn frá FH til HamKam í ágúst í fyrra.

Í umsögn um Viðar segir að hann hafi verið bestur á vellinum gegn Bodö/Glimt og að þetta hafi verið hans besti leikur í treyju HamKam.

„Hann var góður varnarlega á móti (Jens Petter) Hauge og (Adam) Sørensen á vinstri væng andstæðinganna. Öruggur í öllum sínum aðgerðum," segir um Viðar sem fær 9 í einkunn.

Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er einnig hjá HamKam og kom hann inn á sem varamaður hjá í lok leiks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner