Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Tilkynning Kroos fór ekki vel í Vazquez - „Fokkaðu þér“
Toni Kroos og Lucas Vazquez
Toni Kroos og Lucas Vazquez
Mynd: Getty Images
Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, mun spila sinn síðasta leik í treyju Madrídinga í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í byrjun júní, en hann tilkynnti í gær að skórnir fara upp í hillu eftir Evrópumót landsliða í sumar.

Kroos er óumdeilanlega einn besti miðjumaður í sögu fótboltans.

Á sautján ára atvinnumannaferli hefur hann unnið nánast allt sem hægt er að vinna en hann mun gera eina lokatilraun til að landa eina titlinum sem vantar í safnið og það er EM-gullið.

Þjóðverjinn skapaði mikla umræðu á X í gær eftir tilkynningu sína um að hann væri að hætta en Lucas Vazquez, liðsfélagi hans hjá Real Madrid, var ekki sáttur.

„Ég er að minnsta kosti að trenda,“ skrifaði Kroos á X.

Vazquez, sem hefur spilað með Kroos frá 2015, var kom með stutt og hnitmiðað svar við færslu Þjóðverjans.

„Fokkaðu þér,“ skrifaði Vazquez og bætti við nokkrum lyndistáknum af löngutöng.

Hvort Vazquez hafi verið að grínast eða ekki verður að fá að liggja á milli hluta.


Athugasemdir
banner
banner