Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 22. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mexíkóar sektaðir fyrir níðsöngva gegn Íslandi
Mynd: EPA
FIFA hefur ákveðið að sekta mexíkóska knattspyrnusambandið um 109 þúsund dollara, eða 13,6 milljónir íslenskra króna, vegna hegðunar stuðningsmanna landsliðsins á æfingaleik gegn Íslandi í lok maí.

Söngvar sem beinast gegn samkynhneigðum heyrðust úr stúku Mexíkóa en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem knattspyrnusambandið þar í landi er beitt sektum vegna hegðunar stuðningsmanna landsliðsins.

Mexíkó hefur þurft að spila leiki fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna sem virðast einfaldlega ekki geta hætt að syngja á niðrandi hátt um samkynhneigt fólk.

Í heildina hefur mexíkóska knattspyrnusambandið þurft að borga 336 þúsund dollara í sektir vegna þessa níðsöngva í 16 sektum.

Níðsöngvum Mexíkóa var ítrekað beitt að Rúnari Alex Rúnarssyni eftir að hann tók markspyrnur. Dómarinn stöðvaði leikinn í skamma stund en það hjálpaði ekki.

Leikurinn var þó kláraður og urðu lokatölur 2-1 fyrir Mexíkó.
Athugasemdir
banner
banner
banner