Austria Vín 1 - 1 Breiðablik
1-0 Marco Djuricin ('32)
1-1 Alexander Helgi Sigurðarson ('47)
1-0 Marco Djuricin ('32)
1-1 Alexander Helgi Sigurðarson ('47)
Fyrri viðureign Austria Vín og Breiðabliks er lokið en verið var að flauta af í skemmtilegum leik í Austurríki.
Heimamenn voru einu marki yfir eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem Blikar voru óheppnir að ná ekki að skora en meðal annars átti liðið að fá vítaspyrnu.
Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Breiðablik verðskuldað eftir frábært samspil Alexanders Helga Sigurðarsonar og Árna Vilhjálmssonar. Alexander vann boltann, spilaði við Árna og kláraði virkilega vel.
Skömmu seinna átti Árni fína marktilraun en hitti ekki rammann.
Austria Vín átti nokkrar hættulegar sóknir í lokin og Gísli Eyjólfsson átti skot naumlega framhjá en 1-1 þegar slakur færeyskur dómari leiksins flautaði af og má búast við spennandi leik þegar liðin eigast við í Kópavogi eftir viku.
Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, átti afskaplega góðan leik og tók nokkrar frábærar vörslur.
Lið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
3. Oliver Sigurjónsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
(Andri Rafn Yeoman '71)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
20. Kristinn Steindórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
(Davíð Örn Atlason '57)
Athugasemdir