Nú stendur yfir fyrri leikur Austria Vín og Breiðabliks í Sambandsdeildinni en leikurinn fer fram í Austurríki.
Tæplega hálftími er liðinn af leiknum þegar þetta er skrifað og staðan enn markalaus en Breiðablik hefur komist nálægt því að skora.
Snemma leiks fékk Damir Muminovic fínt færi í kjölfarið á hornspyrnu og markvörður heimamanna varði glæsilega frá honum.
Tæplega hálftími er liðinn af leiknum þegar þetta er skrifað og staðan enn markalaus en Breiðablik hefur komist nálægt því að skora.
Snemma leiks fékk Damir Muminovic fínt færi í kjölfarið á hornspyrnu og markvörður heimamanna varði glæsilega frá honum.
Þá hefði Gísli Eyjólfsson átt að fá vítaspyrnu þegar hann var felldur í teignum. Það var greinileg snerting en færeyski dómarinn gerði mistök og dæmdi ekkert, við litla kátínu Gísla.
Kári Jóannesarson á Høvdanum er dómari leiksins en leikið er við flottar aðstæður, það er 26 gráðu hiti í Vínarborg.
Austria Vín hefur líka átt sín tækifæri og tók Anton Ari Einarsson eina geggjaða markvörslu, fylgst er með gangi mála í leiknum í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir