Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 22. júlí 2021 16:28
Elvar Geir Magnússon
Gísli Eyjólfs átti að fá víti en færeyski dómarinn klikkaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir fyrri leikur Austria Vín og Breiðabliks í Sambandsdeildinni en leikurinn fer fram í Austurríki.

Tæplega hálftími er liðinn af leiknum þegar þetta er skrifað og staðan enn markalaus en Breiðablik hefur komist nálægt því að skora.

Snemma leiks fékk Damir Muminovic fínt færi í kjölfarið á hornspyrnu og markvörður heimamanna varði glæsilega frá honum.

Þá hefði Gísli Eyjólfsson átt að fá vítaspyrnu þegar hann var felldur í teignum. Það var greinileg snerting en færeyski dómarinn gerði mistök og dæmdi ekkert, við litla kátínu Gísla.

Kári Jóannesarson á Høvdanum er dómari leiksins en leikið er við flottar aðstæður, það er 26 gráðu hiti í Vínarborg.

Austria Vín hefur líka átt sín tækifæri og tók Anton Ari Einarsson eina geggjaða markvörslu, fylgst er með gangi mála í leiknum í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner