Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 22. júlí 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Erum á fullu að reyna skoða eitthvað"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskiptaglugginn opnaði í síðustu viku og félögin í efstu þremur deildum karlamegin og efstu tveimur kvennamegin geta aftur farið að víla og díla.

Fótbolti.net ræddi við þjálfara Fram í dag og var hann spurður út í glugann.

„Við höfum verið að reyna styrkja hópinn okkar. Við erum að missa Má Ægisson í nám til Bandaríkjanna og sömuleiðs er Þengill Orrason að fara út í nám. Aron Snær (Ingason) fór í Þrótt og hópurinn hefur aðeins verið að þynnast. Jannik (Pohl) er búinn að vera meira og minna meiddur í allt sumar og er tæpur í ökklanum eins og staðan er núna."

„Við höfum verið að reyna einhverja leikmenn til að styrkja okkur á miðsvæðinu eða jafnvel í framlínunni. Það er ekkert sem við höfum í hendi akkúrat núna, erum bara á fullu að reyna skoða eitthvað,"
sagði Rúnar.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner