Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 22. júlí 2024 15:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Rúnar Kristins: Þetta er náttúrulega orðið galið
'Ég er alveg hlynntur því að hliðrað sé fyrir liðin okkar í Evrópu, það er hagur allra félaga að okkar lið fari áfram. Við höfum bara verið einstaklega óheppnir með það þetta sumarið'
'Ég er alveg hlynntur því að hliðrað sé fyrir liðin okkar í Evrópu, það er hagur allra félaga að okkar lið fari áfram. Við höfum bara verið einstaklega óheppnir með það þetta sumarið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Andlegi þátturinn hjá leikmönnum er erfiðastur.'
'Andlegi þátturinn hjá leikmönnum er erfiðastur.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram spilaði 30. júní, 11. júlí en svo ekki fyrr en um næstu helgi.
Fram spilaði 30. júní, 11. júlí en svo ekki fyrr en um næstu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður trúir því og treystir að þetta sé allt gert eftir settum reglum og við erum ekkert að véfengja eitt né neitt í þeim efnum'
'Maður trúir því og treystir að þetta sé allt gert eftir settum reglum og við erum ekkert að véfengja eitt né neitt í þeim efnum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Af hverju er svona stuttur fyrirvari þegar það var vitað í fjórar vikur að Valsmenn væru að fara til Albaníu?'
'Af hverju er svona stuttur fyrirvari þegar það var vitað í fjórar vikur að Valsmenn væru að fara til Albaníu?'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Svona er bara lífið í fótboltanum á Íslandi'
'Svona er bara lífið í fótboltanum á Íslandi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Magnússon skoraði sigurmark Fram gegn KR í síðasta deildarleik.
Guðmundur Magnússon skoraði sigurmark Fram gegn KR í síðasta deildarleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar eru í þeirri skrítnu stöðu að spila einungis tvo leiki allan júlímánuð. Þeir spiluðu 30. júní gegn Víkingi, 11. júlí gegn KR en svo er næsti leikur ekki fyrr en gegn Fylki eftir viku, 29. júlí.

Framarar komust að því á laugardag að þeir væru ekki að fara spila gegn Val á mánudag. Fótbolti.net ræddi við þjálfara Fram í dag.

Skrítið að fyrsta frestun kom með svo stuttum fyrirvara
„Í fyrsta lagi var leiknum frestað frá sunnudegi yfir á mánudag síðastliðinn miðvikudag, sem var mjög skrítið. Það var dregið 18. júní og þá var vitað að Valur ætti útileik í Albaníu núna á fimmtudag. Okkur þótti mjög skrítið að fá tilkynningu á miðvikudaginn um að leikurinn yrði færður á mánudag. Af hverju er svona stuttur fyrirvari þegar það var vitað í fjórar vikur að Valsmenn væru að fara til Albaníu? Við fengum svo sem enga skýringu á því, fengum bara þá skýringu að leikurinn yrði færður um einn dag," sagði Rúnar.

„Getum ekki skammast út í einn né neinn með það"
„Svo er voðalega erfitt fyrir okkur að aðhafast eitthvað í því að flugsamgöngur liggja niðri og þeir missa af vélum og komast ekki til Íslands. Það skilur maður vel. Við getum ekkert verið að skammast út í einn né neinn með það. Það er bara eitthvað sem gerist og KSÍ verður bara að taka þá ákvörðun í samstarfi við Val. Þegar menn komast ekki til landsins fyrr en einhvern tímann í gær þá er erfitt til þess að ætlast að þeir spili leik í dag. Maður trúir því og treystir að þetta sé allt gert eftir settum reglum og við erum ekkert að véfengja eitt né neitt í þeim efnum."

Eitthvað hafði heyrst af ósættir hjá mönnum hjá Fram. Þeir hafi talið að leikurinn ætti að fara fram í dag þar sem allir Valsarar yrðu komnir til síns heima á laugardag.

„Fyrstu fréttir í fjölmiðlum á laugardaginn voru þær að þeir hefðu ekki komist heim. Þá héldum við að allir yrðu komnir heim á laugardeginum, en svo breytist það á laugardeginum sjálfum. Það er eitthvað sem gerist sem gerir það að verkum að þeir komast ekki heim á laugardeginum, eitthvað ófyrirsjáanlegt. Þetta er bara eins og þetta er og við þurfum bara að bíða aðeins lengur eftir því að spila við þá."

„Þetta er náttúrulega orðið galið"
Þegar kemur að leiknum gegn Fylki verður Fram einungis búið að spila einn leik á tæplega mánaðar tímabili.

„Ég er alveg sammála því að við eigum að hliðra til fyrir liðum í Evrópukeppnum og allt það. En það eru allir þjálfarar að pirra sig á þessu sem eru ekki í Evrópukeppni: ef þú ert ekki í Evrópukeppni þá er þetta erfitt. Eina leiðin fyrir okkur er að komast í Evrópukeppni og leyfa einhverjum öðrum að líða fyrir það. Það er vonandi næsta markmið hjá okkur."

„Við lendum í að spila útileik gegn KA á sunnudegi, eigum útileik gegn Vestra á fimmtudegi og aftur útileik gegn Víkingi á sunnudegi, leikur sem er færður fram um einn dag. Þrír útileikir spilaðir á átta dögum í lok síðasta mánaðar. Svo bíðum við ellefu daga eftir næsta leik og áttum aftur að bíða í ellefu daga eftir næsta leik - en það er að breytast núna í sautján daga."

„Þetta er bara eins og þetta er, því miður erum við óheppnir með þetta. Tölvukerfið hjá Microsoft klúðrar þessu og ekkert hægt að gera í því. En það er ekki gaman að þurfa að spila þrjá leiki á átta dögum, lenda svo í ellefu daga pásu og svo annarri ellefu daga pásu. Svona er bara uppsetningin því miður, er bara ömurlegt. Á háannatíma á miðju sumri þá viljum við vera að spila fótbolta."

„Við lendum í því að Valsleikurinn verðu færður og hugsanlega einhver annar, þannig við gætum aftur lent í því að spila þrjá leiki á átta dögum. Þá kemur þetta bara niður okkur."

„Þetta er leiðinlegt og miðað við þetta sem við erum að horfa upp á, þá held ég að það sé alveg eins hægt að gefa öllum liðum í deildinni tveggja vikna sumarfrí á meðan þessu tímabili stendur, leyfa fólki að fara til útlanda og taka vikufrí frá fótbolta. Þetta er náttúrulega orðið galið eins og þetta er núna."


Ekkert samráð
Þegar Fram fær að vita að leiknum er frestað, er þá æfingaplaninu breytt?

„Á miðvikudaginn síðasta erum við búnir að plana alla okkar viku með það markmið að spila á móti Val á sunnudegi. Þá fáum við tilkynningu frá KSÍ og ekkert samráð haft við okkur. Leikurinn er bara færður yfir á mánudag. Þá er strax búið að riðla allir undirbúningsvinnu okkar fyrir þennan leik."

„Við bregðumst við því og svo gerist það að flug fellur niður og þá frestast leikurinn alveg. Þá breytum við æfingaplaninu okkar, sem er svo sem ekkert vandamál, svoleiðis kemur fyrir og menn þurfa að kunna að bregðast við."

„Við höfðum hugsað okkur að reyna búa til einhvern innbyrðisleik í þessari viku en 2. flokkur er að spila mikilvægan leik í bikarkeppni og við erum ekki með mannskap til að búa til tvo nægilega góð lið til að búa til leik."

„Við þurfum að reyna halda okkur í standi, reyna æfa vel. Þetta reynir á hausinn á leikmönnum, þeir eru í þessu til að spila. Þeir eyða nægilega miklum tíma á veturna í að spila æfingaleiki. Á sumrin viltu spila fótbolta og þá er pirrandi að þurfa að bíða lengi eftir leik."


Óvissa með framhaldið
Hvernig setur Rúnar upp framhaldið fyrir næsta leik?

„Nú horfum við á að við spilum um næstu helgi, sunnudag eða mánudag og hugsanlega þurfum við að spila um Verslunarmannahelgi. Það fer eftir því hvernig gengur hjá Stjörnunni í Evrópukeppninni. Það er viðbúið að ef Stjarnan fer í 3. umferð að við þurfum hugsanlega að spila við þá á sunnudeginum um Verslunarhelgi í staðinn fyrir að spila við þá á þriðjudeginum þar á eftir. Strákarnir fengu frí í gær og við byrjum að æfa aftur í dag. Við reynum að skipuleggja þessa viku þannig að við verðum tilbúnir þegar við mætum í næsta leik."

„Andlegi þátturinn hjá leikmönnum er erfiðastur. Við vorum búnir að halda vídeófund fyrir Valsleikinn og búinn að undirbúa liðið. Þá breytist allt. Svona er bara lífið í fótboltanum á Íslandi."

„Ég er alveg hlynntur því að hliðrað sé fyrir liðin okkar í Evrópu, það er hagur allra félaga að okkar lið fari áfram. Við höfum bara verið einstaklega óheppnir með það þetta sumarið,"
sagði Rúnar.

Vita ekki hver andstæðingurinn í næsta leik verður - Aftur þrír leikir á átta dögum?
Valur átti að mæta Breiðabliki um næstu helgi en sá leikur fer ekki fram þar sem seinni leikur Breiðabliks gegn Drita í Sambandsdeildinni var færður fram um tvo daga og því geta Blikar ekki spilað í deildinni milli Evrópuleikja. Svo að frestaðir leikir hjá Val hrannist ekki upp þá gæti farið svo að liðið spili við Fram um næstu helgi í staðinn. Leikjaniðurröðunin gæti því orðið þannig að Fram mæti Val næsta sunnudag, Fylki fimmtudaginn þar á eftir og eftir það er leikur gegn Stjörnunni.

Það er líklegt að þetta skýrist betur seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner