Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 22. nóvember 2020 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evra: Alioski á skilið að fá Óskarsverðlaun
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrum bakvörður Manchester United, vill meina að Ezgjan Alioski eigi skilið að fá Óskarsverðlaun fyrir þátt hans í rauða spjaldinu sem Nicolas Pepe fékk í markalausu jafntefli Leeds og Arsenal.

Pepe, dýrasti leikmaður í sögu Arsenal, var rekinn af velli í byrjun seinni hálfleiks fyrir að skalla Alioski.

Alioski féll í jörðina og Anthony Taylor, dómari, fór í VAR-skjáinn. Hann skoðaði atvikið og gaf Pepe rauða spjaldið.

„Mjög, mjög kjánalegt hjá Pepe," sagði Evra en hann bætti svo við: „Mér finnst að Pepe eigi að biðja alla liðsfélaga sína afsökunar vegna þess að Arsenal var með plan og þetta breytti öllu."

Evra sagði jafnframt: „Alioski á skilið að fá Óskarsverðlaun. Hann lék þetta mjög vel."

Óskarsverðlaunin eru auðvitað veitt bestu leikurunum í Hollywood ár hvert.

Sjá einnig:
Arteta: Pepe brást liðinu


Athugasemdir
banner
banner
banner