Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. nóvember 2021 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Merson: Koma Ronaldo setti öll plön Solskjær út um gluggann
Ronaldo og Solskjær
Ronaldo og Solskjær
Mynd: EPA
Paul Merson
Paul Merson
Mynd: Getty Images
Sancho
Sancho
Mynd: Getty Images
Paul Merson pistlaskrifari og fótboltasérfræðingur skirfar í pistli á Sky Sports að Manchester United hafi byrjað tímabilið á verri stað en það hefði verið á áður eftir að Ronaldo kom til félagsins.

Ole Gunnar Solskjær var rekinn í gær sem stjóri United eftir slæmt gengi í upphafi tímabils.

Ronaldo kom til félagsins undir lok félagsskiptagluggans, í kjölfarið á kaupum á Raphael Varane og Jadon Sancho.

„Ég vorkenni Solskjær. Hann var með plan komandi inn í tímabilið. Hann framlengdi við Edinson Cavani og náði í Sancho sem hann hafði elt lengi. Planið var að spila Cavani í öðrum hverjum leik, Sancho á öðrum kantinum og Marcus Rashford á hinum kantinum. Svo ertu með Mason Greenwood með allan pakkann og getur leyst báðar stöður," skrifar Merson.

„Svo rétt áður en tímabilið byrjaði þá fær hann Ronaldo. Ég held að það hafi sett öll plön út um gluggann. Frá fyrsta degi þá er liðið ekki betra með Ronaldo í því."

„Sancho gat spilað í því uppleggi sem liðið spilaði í fyrra. Með Ronaldo þá getur liðið ekki spilað sama skyndisóknabolta. Bruno Fernandes, sem var besti leikmaður liðsins, hefur varla átt snertingu á tímabilinu!"

„Þetta varð einn snjóbolti fyrir Solskjær. Hann var með plan og það breyttist allt með komu Ronaldo, rétt eftir að tímabilið var hafið. Þeir fóru einungis á eftir honum af því Man City var á eftir honum. Það var ekki eins og United hafi verið að hringja í Juventus því að Ronaldo var púslið sem vantaði. Hann er það ekki!"

„Þeir hugsuðu að þeir gætu ekki látið hann fara til City - það er nóg að þeir enda fyrir ofan okkur í deildinni á hverju ári!"


Merson segir að Ronaldo sé goðsögn en United þurfi á liði að halda.

„Solskjær reyndi að setja hann á bekkinn gegn Everton. Hann reyndi þar að réttlæta að halda áfram sinni vegferð en sá leikur vannst ekki og hann varð að fara í að spila Ronaldo í öllum leikjum. Þeir eltust við Sancho í 18 mánuði og hann endar á því að spila ekkert. Hann var fullkominn fyrir leikkerfið sem spilað var í fyrra."

„Stuðningsmenn elska Ronaldo, hann er kóngurinn. Ekki misskilja mig, hann hefur verið einn besti leikmaður heims en hann er akkílesarhællinn. Gæinn er goðsögn, með öll metin sem hann á, en hann er ekki sá leikmaður í dag."

„United þarf að spila sem lið til að vinna titla, ekki með einn sem stendur frammi og skorar tuttugu mörk. Þeir þurfa lið. Hann er goðsögn, ég er ekki að gagnrýna Ronaldo, hann er einn besti leikmaður í sögunni."

„Það er ekki Solskjær að kenna að Ronadlo kom - hann keypti hann ekki! Það þarf að gefa Ronaldo frjálsa rullu. Ég veit ekki hvort það sé hægt að spila honum. Ég veit ekki hvort þeir séu með nægilega yfirburði á miðsvæðinu, og án Raphael Varane í vörninni eru þeir út um allt á vellinum,"
skrifaði Merson.

Ronaldo er 36 ára gamall og hefur skorað níu mörk í þrettán leikjum með United á leiktíðinni. Sancho er 21 árs og kom frá Dortmund í sumar. Hann hefur spilað 654 mínútur í þeim fjórtán leikjum sem hann hefur komið við sögu í.

Pistilinn má sjá lesa í heild sinni hér.
Enski extra - Ole ekki lengur við stýrið
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner