Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 23. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Framherji Red Bull Salzburg eftirsóttur - 20 mörk í 18 leikjum
Patson Daka
Patson Daka
Mynd: Getty Images
Arsenal, Liverpool, Manchester City og Manchester United eru öll á eftir Patson Daka, framherja Red Bull Salzburg í Austurríki, en þetta herma heimildir Daily Mail.

Daka er 22 ára gamall og kemur frá Zambíu en hann er einn heitasti framherjinn í Evrópuboltanum um þessar mundir. Daka hefur skorað 27 mörk í 31 leik í öllum keppnum og eru mörg stórlið að fylgjast með honum.

Hann er með 20 deildarmörk í 18 deildarleikjum í Austurríki en Salzburg hefur verið að framleiða frábæra leikmenn síðustu ár.

Samkvæmt Daily Mail eru Arsenal, Liverpool, Man City og Man Utd öll að fylgjast með Daka en hann dreymir um að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmaðurinn er metinn á um 17 milljónir evra en hann segist tilbúinn í að taka næsta skref.

„Mig dreymir um að spila á stóra sviðinu eftir að hafa séð stóru bræður mína, þá Aubameyang, Salah og Mane spila þar. Ég get verið eins og þeir. Það að þeir koma líka frá Afríku er hvatning fyrir mig," sagði Daka.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner