Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
   sun 23. mars 2025 15:58
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikur: Víkingar skoruðu átta gegn Keflavík - Gylfi opnaði markareikninginn
Gylfi Þór skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking
Gylfi Þór skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking
Mynd: Víkingur
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking er liðið vann 8-1 stórsigur á Keflavík í æfingaleik á Víkingsvelli í dag.

Gylfi gekk í raðir Víkings í síðasta mánuði frá Val og spilaði sinn fyrsta leik með félaginu er það lagði Grindavík í síðustu viku og skoraði síðan fyrsta markið í dag.

Eiður Orri Ragnarsson kom Keflavík óvænt yfir í leiknum áður en Víkingar tóku við sér.

Gylfi, Valdimar Þór Ingimundarson og Atli Þór Jónasson svöruðu með þremur í fyrri hálfleik og þá bættu þeir Viktor Örlygur Andrason, Þorri Ingólfsson, Matthías Vilhjálmsson, Helgi Guðjónsson og Aron Elís Þrándarson við mörkum í síðari.

Eins og kom fram fyrr í dag var alsírski sóknartengiliðurinn Samy Mahour í byrjunarliði Víkinga en hann er á reynslu hjá félaginu eftir að hafa áður spilað í Belgíu og Frakklandi.

Víkingar eru að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir tímabilið en næsti leikur liðsins er æfingaleikur gegn KR sem fer einnig fram í Víkinni. Sá leikur er spilaður á föstudag.



Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner