Frakkland U21 5 - 3 England U21
0-1 James McAtee ('2)
1-1 Q Merlin ('4)
2-1 Hugo Ekitike ('7)
3-1 Hugo Ekitike ('35)
3-2 Harvey Elliott ('37)
4-2 Hugo Ekitike ('55)
4-3 Liam Delap ('61)
4-3 Harvey Elliott, misnotað víti ('65)
5-3 Rayan Cherki ('76)
Rautt spjald: Omari Hutchinson, England ('85)
0-1 James McAtee ('2)
1-1 Q Merlin ('4)
2-1 Hugo Ekitike ('7)
3-1 Hugo Ekitike ('35)
3-2 Harvey Elliott ('37)
4-2 Hugo Ekitike ('55)
4-3 Liam Delap ('61)
4-3 Harvey Elliott, misnotað víti ('65)
5-3 Rayan Cherki ('76)
Rautt spjald: Omari Hutchinson, England ('85)
Ungar stjörnur U21 landsliða Frakklands og Englands mættust í æfingaleik á föstudagskvöldið og úr varð mikil markaveisla.
Frakkar stóðu uppi sem sigurvegarar að lokum, 5-3, eftir stórskemmtilega viðureign þar sem Hugo Ekitike, eftirsóttur framherji Eintracht Frankfurt, skein skært.
Ekitike gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í sigri Frakka, en Rayan Cherki skoraði einnig eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. Cherki er efnilegur sóknartengiliður úr röðum Lyon. Þá gaf Wilson Odobert, leikmaður Tottenham Hotspur, tvær stoðsendingar í sigrinum.
Ekitike er eftirsóttur af ýmsum úrvalsdeildarfélögum enda er þessi 22 ára gamli framherji búinn að skora 19 mörk og gefa 8 stoðsendingar í 38 leikjum með Frankfurt á tímabilinu.
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Ekitike sé staðráðinn í því að skipta um félag næsta sumar.
Harvey Elliott og Liam Delap skoruðu í tapi enska landsliðsins á meðan James McAtee átti bæði mark og stoðsendingu. Jaden Philogene lagði einnig upp.
Athugasemdir