Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
„Biðst innilegrar afsökunar á heimskulegum ummælum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og við greindum frá fyrir skömmu þá lét Björgvin Stefánsson, sóknarmaður KR, slæm ummæli falla í beinni útsendingu frá viðureign Hauka og Þróttar R. í Inkasso-deildinni.

Björgvin virðist hafa áttað sig snemma á mistökum sínum því nokkra sekúndna þögn tók við um leið og hann sleppti orðunum.

Það leið ekki á löngu þar til myndband af atvikinu var komið á Twitter og var Bjöggi snöggur að biðjast afsökunar á samskiptamiðlinum.

„Í ljósi umræðu sem skapaðist í kjölfar ummæla sem ég lét falla í beinni útsendingu á HaukarTV, vil ég biðja alla afsökunar og undirstrika að ummælin voru vanhugsuð og sögð í hugsunarleysi," skrifar Bjöggi.

„Þau lýsa engan veginn afstöðu minni í garð þeirra sem eru dökkir á hörund frekar en annara minnihlutahópa. Ég gerðist sekur um hraparlegt dómgreindarleysi og biðst innilegrar afsökunar á þessum heimskulegu ummælum mínum."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner