Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. maí 2022 15:10
Elvar Geir Magnússon
Lið 3. umferðar - Þórir Rafn leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Þórir Rafn Þórisson
Þórir Rafn Þórisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andy Pew er 41 árs.
Andy Pew er 41 árs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert lið er með fullt hús í Lengjudeildinni eftir þrjár umferðir en Fylkir og Selfoss eru á toppnum með sjö stig hvort lið.

Fylkir vann 5-2 sigur gegn Fjölni. Þórður Gunnar Hafþórsson var valinn maður leiksins og þá er Ásgeir Eyþórsson einnig í úrvalsliði umferðarinnar.

Selfoss fór í Mosfellsbæ og gerði 1-1 jafntefli gegn Aftureldingu. Gísli Martin Sigurðsson, leikmaður Aftureldingar, var valinn maður leiksins.



Leikmaður umferðarinnar er Þórir Rafn Þórisson eftir 2-0 sigur gegn KV.

„Skoraði og lagði upp. Kláraði markið sitt mjög vel. Fyrra markið var frábær skalli frá vinstri alveg efst í hægra hornið. Seinna skiptið kom Þórir með flotta fyrirgjöf á Arnald sem lagði boltann í markið. Þess utan var Þórir sprækur," skrifaði Jón Már Ferro um frammistöðu Þóris en Daníel Gylfason er annar fulltrúi Kórdrengja í úrvalsliðinu.

Chris Brazell, þjálfari Gróttu, er þjálfari umferðarinnar eftir 2-0 sigur gegn HK. Markvörðurinn Jón Ivan Rivine var valinn maður leiksins. Kjartan Kári Halldórsson skoraði annað mark leiksins og er einnig í úrvalsliðinu.

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði mark Grindavíkur í 1-1 jafntefli gegn Þór. Hermann Helgi Rúnarsson Þórsari er einnig í úrvalsliðinu.

Þá er hinn 41 árs gamli Andy Pew, varnarmaður Þróttar Vogum, í liði umferðarinnar en hann skoraði í 1-1 jafntefli gegn Vestra. Nicolaj Madsen, leikmaður Vestra, er einnig í liðinu.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner