
Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar er að baki og úrvalslið umferðarinnar er sókndjarft og hressandi. Grótta á flesta fulltrúa eftir 5-0 sigur liðsins gegn Vestra.
Í liðinu eru fjórir leikmenn Gróttu og þjálfari umferðarinnar er Englendingurinn Chriz Brazell sem tók við þjálfun liðsins í sumar en hann var yfirþjálfari yngri flokka félagsins.
Luke Rae skoraði tvö mörk gegn sínum fyrrum félögum í Vestra og var valinn maður leiksins. Í úrvalsliðinu eru einnig markvörðurinn Jón Ívan Rivine og þeir Arnar Þór Helgason og Kjartan Kári Halldórsson
Í liðinu eru fjórir leikmenn Gróttu og þjálfari umferðarinnar er Englendingurinn Chriz Brazell sem tók við þjálfun liðsins í sumar en hann var yfirþjálfari yngri flokka félagsins.
Luke Rae skoraði tvö mörk gegn sínum fyrrum félögum í Vestra og var valinn maður leiksins. Í úrvalsliðinu eru einnig markvörðurinn Jón Ívan Rivine og þeir Arnar Þór Helgason og Kjartan Kári Halldórsson

Bjarki Þór Viðarsson, leikmaður Þórs, er í úrvalsliðinu eftir öflugan 1-0 sigur liðsins gegn Kórdrengjum. Harley Willard skoraði sigurmarkið í leiknum.
Daði Ólafsson var valinn maður leiksins hjá Fylki sem byrjaði á 3-1 sigri gegn KV. Fjölnismenn fara einnig vel af stað og unnu 3-0 útisigur gegn Þrótti Vogum. Guðmundur Karl Guðmundsson og Dagur Ingi Axelsson eru í liðinu.
Þá gerði Selfoss frábæra ferð í Kórinn og vann 3-2 útisigur. Gary Martin fer vel af stað og skoraði tvö mörk og þá skoraði Gonzalo Zamorano sigurmarkið.
Athugasemdir