Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. maí 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zahavi: Bayern búið að tapa Lewandowski sem manneskju og leikmanni
Mynd: EPA

Robert Lewandowski, einn af bestu leikmönnum heims um þessar mundir, er í fýlu út í FC Bayern samkvæmt umboðsmanni sínum, Pini Zahavi.


Lewandowski vill ólmur skipta yfir til Barcelona en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Bayern og neitar félagið að selja hann á útsöluverði.

Stjórnendur Bayern hafa sagt í viðtölum að þeir ætli ekki að hleypa Lewandowski frá félaginu áður en samningurinn rennur út og þeim líður ekki eins og þeir séu að neyða hann til neins - hann skrifaði jú undir samning.

Lewandowski lítur þetta ekki sömu augum og líður eins og hann hafi verið svikinn af félaginu sem hann hefur gert svo mikið fyrir.

„Í augum Lewandowski þá er Bayern bara partur af sögunni. Félagið er búið að tapa Robert bæði sem manneskju og sem leikmanni," sagði Zahavi við Bild.

„Það er ekkert samningstilboð á borðinu frá Bayern, undanfarna mánuði hefur Robert liðið eins og stjórnin sé ekki að sýna honum þá virðingu sem hann á skilið.

„Bayern segir að hann sé samningsbundinn til 2023? Það er rétt, þeir geta haldið Lewandowski í annað ár... en það er eitthvað sem ég mæli ekki með."


Athugasemdir
banner
banner
banner