Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf Íslands að undanförnu.
Mikið hefur verið rætt og skrifað um framtíð Age Hareide sem landsliðsþjálfara Íslands að undanförnu en líklegt þykir að hann muni stýra sínum síðustu leikjum í nóvember.
Mikið hefur verið rætt og skrifað um framtíð Age Hareide sem landsliðsþjálfara Íslands að undanförnu en líklegt þykir að hann muni stýra sínum síðustu leikjum í nóvember.
Arnar, sem hefur gert stórkostlega hluti með Víkinga, hefur verið orðaður við starfið ef rétt reynist, að Hareide verði ekki áfram við stjórnvölinn.
Arnar er hins vegar ekkert að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið núna.
„Það er heiður að vera orðaður við svona stórt starf en það er líka bara móðgun við núverandi þjálfara og móðgun við Víkinga á þessum tímapunkti að vera að fabúlera um þetta," sagði Arnar í samtali við Fótbolta.net er hann var spurður út í starfið.
„Það er heiður en einbeiting mín er á Víkinni og hvað við ætlum að gera til að ná í góð úrslit á fimmtudag og til að tryggja okkur titilinn á sunnudag. Svo er það bara áframhald inn í veturinn þar sem við ætlum að klára Evrópukeppnina með sæmd."
Víkingar geta á sunnudaginn orðið Íslandsmeistarar en þeir eru líka á fullu í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir