Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 22. október 2024 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þá væri ég með Arnar Gunnlaugsson efstan á blaði"
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, er sagður stýra sínum síðustu leikjum í nóvember.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, er sagður stýra sínum síðustu leikjum í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson er orðaður við landsliðsþjálfarastarfið.
Arnar Gunnlaugsson er orðaður við landsliðsþjálfarastarfið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu.
Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu.
Mynd: Getty Images
„Ég held að Arnar Gunnlaugsson yrði geggjaður landsliðsþjálfari," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Mikið hefur verið rætt og skrifað um framtíð Age Hareide sem landsliðsþjálfara Íslands en Hjörvar Hafliðason sagði frá því í hlaðvarpi sínu, Dr Football, í síðustu viku að það hefðu allir heyrt það nema Norðmaðurinn sjálfur að hann væri á förum.

Hareide hefur stýrt íslenska landsliðinu í 18 leikjum síðan hann tók við liðinu fyrir 18 mánuðum síðan. Sjö þessara leikja hafa unnist, níu hafa tapast og tveimur lokið með jafntefli.

„Hver annar? Fyrir einu ári hefði maður sagt Óskar Hrafn en ég held að hann sé algjörlega 'invested' í að koma sínu liði aftur á koppinn. Það þarf ekki einu sinni að ræða það," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Ég var að ræða þetta við félaga minn í vikunni og Heimir Hallgríms nefndi hann ef þetta færi í vaskinn með Írana. Freyr Alexandersson hefur alltaf átt blautan draum að þjálfa þetta lið," sagði Elvar Geir.

„Nei, nei. Ég tek sprengjuhótun á flugvélina ef hann ætlar að koma heim. Þetta er ég ekki að meina í illu. Rétta svarið við spurningunni hver eigi að þjálfa þetta landslið er Freyr Alexandersson. Að mínu mati er það rétta svarið en það er ekki svarið sem ég vil. Freyr stendur á brúninni að gera eitthvað ótrúlegt í liðsfótbolta. Hann er rétt rúmlega fertugur og með alla orku í heimi. Hann stendur á bjargbrúninni að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður (hjá íslenskum þjálfara). En tauginn er römm hjá Freysa, alveg svakalega," sagði Tómas.

„Ef ég væri með veðbanka þá væri ég með Arnar Gunnlaugsson efstan á blaði. En núna tölum við eins og Age sé farinn, en það er kjaftasaga í gangi. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hafði ekki áhuga á að ræða þetta á þessari stundu og kannski er það ákveðin vísbending. Þetta er mjög sterk saga," sagði Elvar Geir.

„Ég held að hann missi ekki þetta starf nema þeir séu með einhvern staðgengil," sagði Tómas.

Rætt var við Hörð Snævar Jónsson, ritstjóra vefmiðilsins 433, í þættinum um þessa sögu. Þar var hann spurður að því hvort það væri sín tilfinning að það verði breytingar í nóvember.

„Það er mín tilfinning. Þau samtöl sem ég átti á þriðjudag og fram eftir viku voru á þá leið sem Hjörvar óð svo út með. Ég yrði verulega hissa ef hann verður áfram þjálfari eftir leikinn gegn Wales," sagði Hörður.
Útvarpsþátturinn - Framtíð Norðmannsins og fall Fylkis
Athugasemdir
banner
banner
banner