Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Við erum að bregðast honum og okkur sjálfum
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool á Englandi, segir leikmenn hafa brugðist sjálfum sér og Arne Slot, stjóra félagsins, á þessari leiktíð, en þetta sagði hann eftir sjötta deildartap liðsins í gær.

Gengi Liverpool á þessari leiktíð hefur verið afhroð svo vægt sé til orða tekið.

Leikmenn höfðu vonast eftir því að geta núllstillt eftir 3-0 tapið á móti Manchester City fyrir landsleikjahlé, en þá kom önnur slök frammistaða á móti Nottingham Forest og úrslitin nákvæmlega þau sömu og gegn City.

Van Dijk segir að leikmenn verði að taka ábyrgð.

„Við erum klárlega að bregðast honum en líka okkur sjálfum. Maður lítur fyrst í eigin barm og síðan reyna allir að hjálpast að við að komast út úr þessu rugli því í augnablikinu er þetta ekkert annað en rugl. Það er staðreynd,“ sagði Van Dijk.

Liverpool hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum og situr nú í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
6 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner