Heimild: Gula Spjaldið
Adam Ægir Pálsson er á láni hjá Novara frá Val og er ítalska félagið með kaupmöguleika á kantmanninum. Adam var hjá Perugia frá ágúst og út janúar en skipti svo yfir til Novara. Lánssamningurinn á að gilda út tímabilið á Ítalíu.
Hann hefur komið við sögu í þremur af átta leikjum Novara eftir komu sína og einungis spilað 23 mínútur í þeim leikjum. Í Gula spjaldinu er Adam orðaður við heimkomu til Íslands.
Hann hefur komið við sögu í þremur af átta leikjum Novara eftir komu sína og einungis spilað 23 mínútur í þeim leikjum. Í Gula spjaldinu er Adam orðaður við heimkomu til Íslands.
„Adam Ægir er búinn að virkja samtalið við Túfa (þjálfara Vals) um að koma fyrr heim. Það er áhugi Vals líka, hann er dottinn út úr myndinni hjá Novara. Ég veit að Adam er að meta stöðuna og mun taka fund með Novara mönnum í vikunni. Hann er mögulega á heimleið," sagði Albert Brynjar Ingason í þættinum.
Adam er 26 ára og á að baki 57 leiki með Val og hefur í þeim skorað 14 mörk og lagt upp átta samkvæmt Transfermarkt.
Athugasemdir