Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   sun 24. maí 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nökkvi ásamt Óla Stefáni Flóventssyni, þjálfara KA, og Þorra Mar, tvíburabróður sínum.
Nökkvi ásamt Óla Stefáni Flóventssyni, þjálfara KA, og Þorra Mar, tvíburabróður sínum.
Mynd: KA.is
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Hulda Margrét
Sveinn Margeir Hauksson.
Sveinn Margeir Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þröstur Mikael Jónasson.
Þröstur Mikael Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvíkingarnir Nökkvi Þeyr Þórisson og tvíburabróðir hans, Þorri Mar, voru á mála hjá Hannover 96 fyrir nokkrum árum en komu heim til Dalvíkur sumarið 2018 og léku með liðinu, Dalvík/Reyni, í 3. deild. Dalvík/Reynir sigraði deildina og tvíburarnir sömdu í kjölfarið við KA.

Nökkvi kom við sögu í sautján leikjum með KA síðasta sumar og skorað tvö mörk. Hann var valinn í lið 22. umferðar og hann var sá leikmaður sem kom oftast inná sem varamaður af ölum leikmönnum deildarinnar. Nökkvi sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Nökkvi Þeyr Þórisson

Gælunafn: Þorri

Aldur: 20

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Það var sumarið 2018 með Dalvík. Það var minn fyrsti Íslandsmótsleikur með meistaraflokki.

Uppáhalds drykkur: Goji berry safi

Uppáhalds matsölustaður: Sushi Corner

Hvernig bíl áttu: Toyota Yaris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Last Dance

Uppáhalds tónlistarmaður: Future

Fyndnasti Íslendingurinn: Sennilega Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, þrist og lúxusdýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Getur hoppað inn.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég myndi aldrei spila með KF

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jadon Sancho eða Jan Fiete Arp

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Elmar Sindri Eiríksson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sennilega Sölvi Ottesen. Óþolandi hvað hann er góður í loftinu og les leikinn vel.

Sætasti sigurinn: við unnum ekki leikinn en að lyfta dollunni á Ólafsfjarðarvelli á sama tíma og KF komst ekki upp, þar sem það var skorað mark í öðrum leik undir blálokin, var það sætasta sem ég hef upplifað.

Mestu vonbrigðin: Tapa undanúrslitaleik futsal í 5. flokk með Dalvík voru gríðarleg vonbrigði.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi allan daginn velja Guðjón Pétur Lýðs

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sennilega Sveinn Margeir Hauksson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viktor Karl

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ætli Aron Dagur taki ekki þann titil

Uppáhalds staður á Íslandi: Dalvíkin Draumabláa

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég fékk einu sinni rautt spjald fyrir að klappa fyrir dómaranum. Sennilega það heimskasta sem ég hef gert í leik.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Ég horfi yfirleitt á einhverja þætti. Kíki á Instagram og skrolla svo í gegnum tiktok áður en ég fer að sofa.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég er fan af NFL

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég er núna í Adidas x en er yfirleitt í Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: því miður ekki svo sterkur í Dönsku

Vandræðalegasta augnablik: Eitt sem gerðist nýlega. Þar sem að ég er tvíburi á fólk það til að ruglast á okkur. Það gerðist einmitt einu sinni þar sem að strákur heilsar mér og ætlar að tala við mig sem Þorra bróður minn. Þorri þekkir hann en ekki ég og hann hafði ekki hugmynd að Þorri væri tvíburi. Hann labbar upp að mér og heilsar mér og ætlar að byrja spjalla. Ég segjist ekki vita hver hann væri og hann svoleiðis snöggreiðist og ætlar að hjóla í mig en ég náði sem betur fer að útskýra áður en það gerðist. Það var alveg vel óþægilegt moment.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: ég tæki Sveinn Margeir Haukson útaf brains, Þröst Mikael Jónasson því hann á nóg cash og Rúnar Helga Björnsson til að veiða til matar.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er skíthræddur við fugla og er með fóbíu fyrir blóði.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hallgrímur Jónasson. Hann er alltaf til að hjálpa og leiðbeina manni og er algjört topp eintak af manni.

Hverju laugstu síðast: Þorri vann á Golfvelli seinasta sumar og ég laug að vallarstarfsmanni á golfvellinum á Dalvík að ég væri Þorri svo ég fengi frítt að spila þar.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að hita upp by far

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Ég læri yfirleitt á morgnana svo fer ég á völlinn og tek æfingu, kem heim fæ mér að éta og dett í gott netflix chill.
Athugasemdir
banner
banner
banner