Í vikunni var landsliðshópurinn fyrir vináttulandsleiki gegn Englandi og Hollandi tilkynntur. Ísland mætir Englandi föstudaginn 7. júní á Wembley og Hollandi mánudaginn 10. júní á De Kuip.
Inn í hópinn koma þeir Hlynur Freyr Karlsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Bjarki Steinn Bjarkason.
Guðlaugur Victor Pálsson, Hjörtur Hermannsson og Alfreð Finnbogason voru með í mars en eru ekki með í þessu verkefni. Albert Guðmundsson er þá heldur ekki með.
En það eru nokkrir sem eru eflaust svekktir með að vera ekki í hópnum. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson tók saman topp fimm lista yfir þá sem eru líklega svekktastir með að vera ekki í hópnum að þessu sinni.
Hægt er að hlusta á umræðuna úr útvarpsþættinum í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
1. Júlíus Magnússon (Fredrikstad) - Er búinn að leika frábærlega í norsku úrvalsdeildinni þar sem hann er fyrirliði Fredrikstad sem hefur komið mjög á óvart fyrri hluta tímabilsins.
2. Logi Tómasson (Stromsgödset) - Logi er öflugur vinstri bakvörður sem var frábær í Bestu deildinni með Víkingi í fyrra og hefur bara fylgt því eftir í norsku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Stromsgödset eru hræddir um að missa hann til stærra félags.
3. Sævar Atli Magnússon (Lyngby) - Byrjaði tímabilið ekki sérlega vel en hefur verið að stíga upp að undanförnu. Skorað mikilvæg mörk sem eru hjálpa Lyngby að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni.
4. Dagur Dan Þórhallsson (Orlando) - Leikið vel í Banndaríkjunum og er með fast hlutverk í liði sínu þar. Leikur sem hægri bakvörður en er svissneskur vasahnífur sem getur leyst nánast allar stöður á vellinum.
Athugasemdir