fös 24. júlí 2020 21:06
Aksentije Milisic
Pepsi Max-kvenna: Berglind Björg gerði þrennu - KR með öruggan sigur
Þrenna.
Þrenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi Max deild kvenna rétt í þessu.

Í Kópavogi áttust við Breiðablik og Þróttur R og í Vesturbænum fékk KR lið FH í heimsókn.

Breiðablik heldur áfram að spila vel og átti liðið ekki í neinum vandræðum með Þróttara í kvöld. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór þar á kostum og gerði þrennu í 5-0 sigri Breiðabliks.

„ÞRENNA! Berglind Björg er að gera endanlega út um þetta með sínu þriðja marki! Skorar þetta eftir langt innkast Sveindísar," skrifaði Mist Rúnarsdóttir í beinni textalýsingu.

Breiðablik er á toppi deildarinnar með fullt hús á meðan Þróttur er í 7. sætinu.

KR vann síðan góðan sigur gegn FH en leiknum lauk með þremur mörkum gegn engu þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk og Angela Beard eitt.

„KATRÍÍÍÍÍÍN ÁSBJÖRNSDÓTTIR GETUR EKKI HÆTT AÐ SKORA!!!!
Angela á fyrirgjöf frá vinstri og boltinn aðeins of fastur fyrir Ölmu Mathiesen sem nær honum þó og kemur með fyrirgjöf þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir er mætt og stangar boltann í netið,"
skrifaði Anton Freyr í textalýsingunni frá Vesturbænum í kvöld.

KR er í fimmta sæti deildarinnar á meðan FH situr á botninum.

Breiðablik 5 - 0 Þróttur R.
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('25 )
2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('44 )
3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('58 )
4-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('67 )
5-0 Agla María Albertsdóttir ('91 )

KR 3 - 0 FH
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('23 )
2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('31 )
3-0 Angela R. Beard ('54 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner