Atlético Madrid er að ganga frá kaupum á úkraínska framherjanum Artem Dovbyk.
Dovbyk er 27 ára gamall og kemur úr röðum Girona fyrir um 40 milljónir evra.
Dovbyk gekk til liðs við Girona fyrir ári síðan og tókst að skora 24 mörk í 36 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili á Spáni, eftir að hafa raðað inn mörkunum með Dnipro í úkraínska boltanum þar áður.
Þegar Dovbyk var tvítugur reyndi hann fyrir sér hjá Midtjylland í danska boltanum en átti erfitt uppdráttar og hélt að lokum aftur til Dnipro.
Dovbyk er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir samningi hjá Atlético en ekki er greint frá samningslengd.
Athugasemdir