Leiknir tapaði á svekkjandi hátt 0-1 fyrir FH í uppbótartíma í kvöld. Leiknismenn sitja í fallsæti og var Freyr Alexandersson, annar þjálfara liðsins, skiljanlega pirraður eftir leik.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 1 FH
„Hefurðu verið kýldur í magann? Þetta er svona svipað held ég," sagði Freyr.
„Við vorum að spila við besta liðið á landinu. Varamaður, Steven Lennon, kemur inná og ógnar okkur síðustu 15 mínútur og skorar þetta mark."
„Leiknir þarf að vera í Pepsi-deildinni 2016, fyrir klúbbinn, deildina og þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref í deildinni. Þeir eiga skilið að vera í deildinni."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir