Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 24. október 2021 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær kveðst vera kominn of langt til að gefast upp
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær kveðst ekki vera búinn að segja sitt síðasta sem knattspyrnustjóri Manchester United, þrátt fyrir 0-5 tap gegn Liverpool - erkifjendum United - á heimavelli í dag.

„Ég er kominn of langt, þessi hópur er kominn of langt og við erum of nálægt til að gefast upp núna," segir Solskjær.

„Þetta er okkar dekksti dagur frá því ég tók við. Við vorum ekki nægilega góðir sem einstaklingar og ekki nægilega góðir sem lið," sagði Norðmaðurinn um leikinn í dag.

Spurður um hver bæri ábyrgð á þessu afhroði, þá sagði hann: „Ég geri það. Þjálfarateymið er stórkostlegt. Ég ákvað að nálgast leikinn svona. Við nýttum færin ekki nægilega vel og gáfum þeim of mikið pláss."

„Leikurinn var örugglega búinn þegar þeir skoruðu fjórða markið. Á síðasta tímabili töpuðum við 6-1 gegn Tottenham, en þetta er miklu verra. Við þurfum að jafna okkur á þessu eins fljótt og hægt er," sagði Solskjær og bætti við:

„Okkur getur ekki liðið verra en þetta."

Man Utd er í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig, átta stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner