Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. febrúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Búið að staðfesta frestun hjá Torino - Allt liðið í sóttkví
Davide Nicola, stjóri Torino.
Davide Nicola, stjóri Torino.
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta frestun á leik Torino og Sassuolo sem fram átti að fara annað kvöld.

Allt lið Torino er komið í sóttkví vegna Covid-19 smita hjá félaginu. Liðið gat því ekki æft í dag.

Greint hafði verið frá því að átta einstaklingar innan leikmannahópsins hafi greinst með breska afbrigði veirunnar.

Leikurinn hefur fengið nýja dagsetningu og á að vera spilaður 17. mars.

Torino er í sautjánda sæti ítölsku A-deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner