Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. mars 2023 16:00
Aksentije Milisic
Franskir stuðningsmenn kvöddu Varane og Lloris með víkingaklappinu
Mynd: EPA

Frakkland og Holland mættust á Stade De France í gær í undankeppni EM en þeir frönsku áttu ekki í neinum vandræðum með Hollendingana. Frakkland vann auðveldan 4-0 sigur og byrjar því keppnina af krafti.


Áður en leikurinn hófst í gær mættu fjórir leikmenn landsliðsins sem hafa nýverið lagt landsliðsskónna á hilluna. Hugo Lloris, markvörður Tottenham, var fyrirliði franska landsliðsins en hann hætti eftir HM í Katar og tók Kylian Mbappe við fyrirliðabandinu.

Þá var miðvörður Manchester United, Raphael Varane mættur, ásamt þeim Blaise Matuidi og Steve Mandanda.

Þessum fjóru leikmönnum var mikið fagnað en þeim var þakkað fyrir störf sín áður en leikurinn hófst. Þeir tóku víkingaklappið góða með stuðningsmönnunum fyrir leik eins og má sjá neðst í fréttinni.

Eins og áður segir þá fékk Kylian Mbappe fyrirliðabandið en Antoine Griezmann var sagður vera mjög ósáttur við sú ákvörðun. Bæði hann og Mbappe skoruðu í gær en Mbappe sagðist ætla ræða við Griezmann um málið.


Athugasemdir
banner
banner
banner