Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 25. apríl 2021 08:30
Aksentije Milisic
Tuchel bætir met - Tapar ekki á útivelli
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur gert mjög góða hluti með liðið eftir að hann tók við af Frank Lampard.

Chelsea vann mikilvægan sigur á West Ham í gær og er því með fjórða sætið í sínum höndum.

Tuchel er fyrsti stjórinn í sögu Chelsea sem fer í gengum fyrstu tíu útileiki sína í ensku úrvalsdeildinni, án þess að tapa.

Þá jafnaði hann meti Luis Felipe Scolari, en þeir náðu báðir að halda markinu hreinu tíu sinnum í fyrstu fjórtán leikjum sínum hjá Chelsea.

Í útileikjunum þá hefur Tuchel stjórnað liðinu í tíu leikjum, skorað 14 mörk, fengið á sig þrjú og haldið sjö sinnum hreinu. Frábær árangur hjá Þjóðverjanum.


Athugasemdir
banner
banner