Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   lau 25. júlí 2020 06:00
Aksentije Milisic
Myndband: Magnaður sprettur Zaniolo frá miðju endaði með marki
Hinn efnilegi Nicolo Zaniolo, leikmaður Roma, er aftur kominn á fullt en þessi tvítugi leikmaður skaddaði liðbönd í hné í janúar í leik gegn Juventus.

Zaniolo kom inn á hjá Roma í síðari hálfleik í leiknum í fyrradag gegn Spal. Rómverjar áttu ekki í vandræðum með Spal en leiknum lauk með 1-6 sigri gestanna.

Á 90. Mínútu skoraði ítalinn magnað mark eftir einstaklingsframtak. Zaniolo fékk þá boltann á eigin vallarhelmingi og setti í fluggírinn. Hann lék þá á fimm leikmenn heimamanna á leið sinni að marki sem hann endaði með góðu vinstri fótar skoti í netið.

Þennan magnaða sprett hjá þessum spennandi leikmanni má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner