Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 26. febrúar 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Solari vill stýra félagi á Englandi
Santiago Solari.
Santiago Solari.
Mynd: Getty Images
„Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi," sagði Santiago Solari, fyrrum, þjálfari Real Madrid, aðspurður hvort hann hafi áhuga á að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. „Fótboltinn fæddist á Englandi og er síðan búinn að dreifast út um allan heim."

Solari stýrði Real Madrid í nokkra mánuði á síðasta tímabili. Eftir frábæra byrjun hallaði undan fæti hjá þessum 43 ára gamla Argentínumanni og Zinedine Zidane tók við af honum í mars.

„Hjá Real Madrid þjálfaði ég yngri liðin áður en ég fór í aðalliðið. Þú veist aldrei hvert fótboltinn tekur þig. Ég er klárlega opinn fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina. Deildin er stórkostleg."

„Gæðin eru svo mikil og þau eru mest þar. Það sást þegar Liverpool og Tottenham fóru í úrslit Meistaradeildarinnar og Arsenal og Chelsea í úrslit Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Allir leikir eru partý og andrúmsloftið er gott á öllum leikvöngum á Englandi."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner