Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag skrifar undir hjá Leverkusen á morgun
Mynd: EPA
Hollenski þjálfarinn Erik ten Hag mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska félagið Bayer Leverkusen á morgun.

Xabi Alonso er farinn frá Leverkusen og tekinn við spænska stórveldinu Real Madrid.

Leverkusen hefur verið að skoða þjálfaramarkaðinn síðustu vikur og hefur nú fundið mann í stað Alonso.

Ten Hag er að snúa aftur í þjálfun rúmu hálfu ári eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir hann hafa gert munnlegt samkomulag við Leverkusen og að það verði gengið frá skriflegu samkomulagi á morgun.

Hollenska félagið Ajax hafði mikinn áhuga á að fá Ten Hag aftur, en þjálfarinn hafnaði því tækifæri til að þjálfa í þýsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner