Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
banner
   sun 25. maí 2025 11:46
Brynjar Ingi Erluson
Tyrknesk goðsögn að taka við Shakhtar
Mynd: EPA
Tyrkneska goðsögnin Arda Turan er að taka við úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk og mun stýra liðinu næstu tvö árin.

Marino Pusic hefur þjálfað Shakhtar síðustu ár en hann yfirgaf félagið á dögunum eftir að hafa mistekist að vinna úkraínsku deildina.

Samkvæmt Fabrizio Romano og tyrkneskum miðlum er Arda Turan að taka við liðinu.

Turan hefur náð mögnuðum árangri með Eyjupspor síðustu ár en hann vann B-deildina á síðasta ári og stýrði liðinu í 4. sæti úrvalsdeildarinnar á þessu tímabilsins.

Hann gerir tveggja ára samning við Shakhtar og mun fá það verkefni að koma liðinu aftur í Meistaradeildina.

Arda Turan er dýrkaður og dáður í Tyrklandi. Hann spilaði með Atlético Madríd, Barcelona og Galatasaray á ferlinum ásamt því að leika 100 landsleiki og skora 17 mörk fyrir landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner