Talsverð umræða hefur verið um dóm aganefndar KSÍ sem notaðist við myndbandsupptöku til að dæma Marc McAusland, spilandi aðstoðarþjálfara Njarðvíkinga, í tveggja leikja bann.
McAusland sló mótherja sinn kröftuglega í leik gegn Kára í 2. deildinni en dómarar leiksins sáu ekki atvikið. Leikurinn var sýndur í beinni í vefútsendingu á vegum Njarðvíkinga og atvikið rataði til KSÍ út frá myndbroti í þeirri útsendingu.
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, er langt frá því að vera sáttur með dóminn.
„Menn geta fengið bönn. Menn vilja meina að þetta hafi verið 100 prósent ásetningur sem ég vil ekki meina, þetta er klippt til á Youtube. Enginn Káramaður sem spilaði þennan leik kvartaði og þeir eru mjög ósáttir við þetta bann," sagði Mikael í hlaðvarpinu Dr Football.
„Leikmaðurinn sem fékk höggið, hann kom af fjöllum og þjálfarinn kom af fjöllum. Dómararnir komu af fjöllum og eftirlitsdómarinn kom af fjöllum. Það sat einhver gæi í stúkunni frá einhverju félagi í 2. deild. Það eina sem ég veit er að hann á að koma frá félagi í neðri hlutanum í 2. deild og á að heita leikgreinandi liðsins. Ég veit ekki meira. Það er búið að staðfesta að þetta eru ekki Káramenn og að þetta eru ekki Víðismenn. Ef menn vilja gefa sig fram, þá gera þeir það - mér er alveg sama."
„Aðalmálið er, hvort sem þetta er brot eða ekki, þá er dómarinn á vellinum frá KSÍ, línuverðir og eftirlitsmaður. Þeir eru á vegum KSÍ. Þú í stúkunni ert ekki á vegum KSÍ, þú ert bara áhorfandi. KSÍ er nákvæmlega sama hvort leikirnir séu teknir upp í 2. deild sem þýðir að helmingur tekur upp leikina og nær enginn skilur leikina eftir. Þeir eru bara í beinni útsendingu."
„Njarðvík skildi þennan leik eftir ásamt því sem Kári hefur gert og Þróttur Vogum hefur gert. Þannig að þú sérð enga aðra leiki í deildinni, þú getur það ekki nema þú fáir þá frá félögunum. Njarðvík skilur leikinn eftir, þessi aðili fer inn á Youtube, tekur tvo daga í að klippa vel til svo brotið sé sem verst því þetta var ekki viljandi, og sendir þetta inn í KSÍ."
„Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, tekur þetta myndband og ákveður það ein og sér að þetta sé hræðilegt olnbogaskot. Það er verið að refsa Njarðvík fyrir að hafa leikinn þarna inni. Það er engin skylda. Þetta er bara ormagryfja."
Það fer fram heil umferð í 2. deild karla á morgun. Hér að neðan má sjá leikina. McAusland verður í banni í dag í leik Njarðvíkinga gegn Dalvík/Reyni.
2. deild karla
14:00 Haukar-Víðir (Ásvellir)
14:00 Þróttur V.-Kórdrengir (Vogaídýfuvöllur)
14:00 Völsungur-ÍR (Vodafonevöllurinn Húsavík)
14:00 Njarðvík-Dalvík/Reynir (Rafholtsvöllurinn)
16:00 Selfoss-KF (JÁVERK-völlurinn)
19:15 Kári-Fjarðabyggð (Akraneshöllin)
Sjá einnig:
„Hann er sökudólgurinn en ekki sá sem klagar"
3ja leikja bann? Meira? Minna? pic.twitter.com/6E1P2OexII
— Ástríðan Podcast (@AstriPodcast) September 18, 2020
Hún var heldur betur köld vatnsgusan sem dómarar á Íslandi fengu frá Laugardalnum í gær. Fyrir 50 þúsund krónur mega leikmenn kalla dómara Aumingja Rassgatsson.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) September 25, 2020
YouTube hetja neglir Marc McAusland í 2 leikja bann.https://t.co/kIypktQnb4
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir