Talsverð umræða hefur verið um dóm aganefndar KSÍ sem notaðist við myndbandsupptöku til að dæma Marc McAusland, spilandi aðstoðarþjálfara Njarðvíkinga, í tveggja leikja bann.
McAusland sló mótherja sinn kröftuglega í leik gegn Kára í 2. deildinni en dómarar leiksins sáu ekki atvikið. Leikurinn var sýndur í beinni í vefútsendingu á vegum Njarðvíkinga og atvikið rataði til KSÍ.
Rætt var um leikbannið í hlaðvarpsþættinum Ástríðan sem kom inn núna í morgun.
McAusland sló mótherja sinn kröftuglega í leik gegn Kára í 2. deildinni en dómarar leiksins sáu ekki atvikið. Leikurinn var sýndur í beinni í vefútsendingu á vegum Njarðvíkinga og atvikið rataði til KSÍ.
Rætt var um leikbannið í hlaðvarpsþættinum Ástríðan sem kom inn núna í morgun.
„Þetta er bara hnefahögg sem er tekið upp á Njarðvík TV og er sent inn á KSÍ sem dæmir hann í tveggja leikja bann. Það eru tvær hliðar á þessu. Þetta er engum öðrum að kenna en Marc McAusland, það er enginn sem á sök nema á hann. Hann er fyrirliði þeirra og að koma þeim í þessa stöðu er vont," segir Óskar Smári Haraldsson.
„Njarðvíkingar eru brjálaðir yfir þessu og ég skil pínu af hverju. Það er send inn myndbandsupptaka úr þeirra útsendingu og hann fer í bann. Segjum að svipað kemur upp í Dalvík/Reyni - Fjarðabyggð, það er hnefasamloka á einhvern en Dalvíkingar sýna ekki leikinn og því eru engar afleiðingar. Eru Njarðvíkingar að súpa seyðið af því að gera almenningi greiða og sýna leikina sína beint?"
Sverrir Mar Smárason, annar þáttastjórnanda og leikmaður Kára, segir:
„Marc McAusland er sökudólgurinn, ekki sá sem klagar. Það finnst mér en ég er í hinu liðinu," segir Sverrir og telur að reglur um hvenær dæma eigi eftir myndbandsupptöku og hvenær ekki séu óskýrar.
„Mér finnst lítið hafa verið gefið út frá KSÍ varðandi þetta. Það er ekkert gefið út hvernig þetta kom á borð aganefndar. Njarðvíkingar héldu að það hefðu verið Káramenn sem hefðu tilkynnt þetta til KSÍ en svo er ekki."
Njarðvíkingar eru í baráttu um að komast upp úr 2. deildinni og hefur McAusland tekið út fyrri leikinn í banninu. Liðið vann þann leik. Hér að neðan má sjá atvikið umtalaða og í spilaranum er hægt að hlusta á þáttinn.
3ja leikja bann? Meira? Minna? pic.twitter.com/6E1P2OexII
— Ástríðan Podcast (@AstriPodcast) September 18, 2020
Athugasemdir