Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   fim 23. maí 2024 20:43
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Við erum með bolta, keilur og vesti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Þrótt 3-1 í Egilshöllinni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Þróttur R.

„Ég er ánægður með þennan sigur, mér fannst við vera mjög góðir í seinni hálfleik. Mér fannst við eiga góða kafla í fyrri hálfleik og við gerðum margt af því sem við ætluðum okkur að gera og vorum búnir að tala um í vikunni. En mér fannst vanta aðeins upp á kraft og vilja í okkur. Við vorum alveg sammála um það inn í klefa að við ættum aðeins inni í að vilja þetta aðeins meira og vera grimmari. Mér fannst við bara vera mjög flottir í seinni hálfleik."

Fjölnismenn hafa byrjað mótið vel og eru með 10 stig af 12 mögulegum eftir fyrstu fjóra leikina.

„Þetta er bara flott við erum bara ánægðir með þetta. Eitt jafntefli fyrir norðan sem voru bara sanngjörn úrslit, svo þrír góðir sigrar. Þannig við erum bara sáttir með þetta."

Það var fjallað um fjárhagsstöðu félagsins í vikunni sem virðist ekki vera góð. Úlfur segir að leikmenn hans og þjálfarar hafi ekki fundið fyrir því.

„Við finnum ekkert fyrir því. Við erum með bolta, keilur og vesti, og við æfum fótbolta. Ég kem ekki nálægt peningunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner