Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
   fim 23. maí 2024 20:43
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Við erum með bolta, keilur og vesti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Þrótt 3-1 í Egilshöllinni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Þróttur R.

„Ég er ánægður með þennan sigur, mér fannst við vera mjög góðir í seinni hálfleik. Mér fannst við eiga góða kafla í fyrri hálfleik og við gerðum margt af því sem við ætluðum okkur að gera og vorum búnir að tala um í vikunni. En mér fannst vanta aðeins upp á kraft og vilja í okkur. Við vorum alveg sammála um það inn í klefa að við ættum aðeins inni í að vilja þetta aðeins meira og vera grimmari. Mér fannst við bara vera mjög flottir í seinni hálfleik."

Fjölnismenn hafa byrjað mótið vel og eru með 10 stig af 12 mögulegum eftir fyrstu fjóra leikina.

„Þetta er bara flott við erum bara ánægðir með þetta. Eitt jafntefli fyrir norðan sem voru bara sanngjörn úrslit, svo þrír góðir sigrar. Þannig við erum bara sáttir með þetta."

Það var fjallað um fjárhagsstöðu félagsins í vikunni sem virðist ekki vera góð. Úlfur segir að leikmenn hans og þjálfarar hafi ekki fundið fyrir því.

„Við finnum ekkert fyrir því. Við erum með bolta, keilur og vesti, og við æfum fótbolta. Ég kem ekki nálægt peningunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner