Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
   fim 23. maí 2024 20:43
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Við erum með bolta, keilur og vesti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Þrótt 3-1 í Egilshöllinni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Þróttur R.

„Ég er ánægður með þennan sigur, mér fannst við vera mjög góðir í seinni hálfleik. Mér fannst við eiga góða kafla í fyrri hálfleik og við gerðum margt af því sem við ætluðum okkur að gera og vorum búnir að tala um í vikunni. En mér fannst vanta aðeins upp á kraft og vilja í okkur. Við vorum alveg sammála um það inn í klefa að við ættum aðeins inni í að vilja þetta aðeins meira og vera grimmari. Mér fannst við bara vera mjög flottir í seinni hálfleik."

Fjölnismenn hafa byrjað mótið vel og eru með 10 stig af 12 mögulegum eftir fyrstu fjóra leikina.

„Þetta er bara flott við erum bara ánægðir með þetta. Eitt jafntefli fyrir norðan sem voru bara sanngjörn úrslit, svo þrír góðir sigrar. Þannig við erum bara sáttir með þetta."

Það var fjallað um fjárhagsstöðu félagsins í vikunni sem virðist ekki vera góð. Úlfur segir að leikmenn hans og þjálfarar hafi ekki fundið fyrir því.

„Við finnum ekkert fyrir því. Við erum með bolta, keilur og vesti, og við æfum fótbolta. Ég kem ekki nálægt peningunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner