Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 23. maí 2024 20:43
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Við erum með bolta, keilur og vesti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Þrótt 3-1 í Egilshöllinni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Þróttur R.

„Ég er ánægður með þennan sigur, mér fannst við vera mjög góðir í seinni hálfleik. Mér fannst við eiga góða kafla í fyrri hálfleik og við gerðum margt af því sem við ætluðum okkur að gera og vorum búnir að tala um í vikunni. En mér fannst vanta aðeins upp á kraft og vilja í okkur. Við vorum alveg sammála um það inn í klefa að við ættum aðeins inni í að vilja þetta aðeins meira og vera grimmari. Mér fannst við bara vera mjög flottir í seinni hálfleik."

Fjölnismenn hafa byrjað mótið vel og eru með 10 stig af 12 mögulegum eftir fyrstu fjóra leikina.

„Þetta er bara flott við erum bara ánægðir með þetta. Eitt jafntefli fyrir norðan sem voru bara sanngjörn úrslit, svo þrír góðir sigrar. Þannig við erum bara sáttir með þetta."

Það var fjallað um fjárhagsstöðu félagsins í vikunni sem virðist ekki vera góð. Úlfur segir að leikmenn hans og þjálfarar hafi ekki fundið fyrir því.

„Við finnum ekkert fyrir því. Við erum með bolta, keilur og vesti, og við æfum fótbolta. Ég kem ekki nálægt peningunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner