Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 26. október 2023 11:25
Elvar Geir Magnússon
KR hefur rætt við Scott Brown í þjálfaraleit sinni
Scott Brown.
Scott Brown.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið hefur verið rætt um þjálfaraleit KR en félagið hefur heyrt í hinum ýmsu þjálfurum. Meðal annars hefur verið sagt að félagið hafi rætt við skoskan aðila.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er um að ræða Scott Brown sem er þekktastur sem hörkutól með fyrirliðabandið á miðsvæði Celtic í Glasgow þar sem hann átti flottan feril 2007-2021.

Hann er 38 ára og lék 55 landsleiki fyrir Skotland og lauk ferlinum sem spilandi aðstoðarþjálfari Aberdeen. Hann lagði skóna á hilluna 2022 til að einbeita sér að þjálfun.

Hann tók við Fleetwood Town í ensku C-deildinni á síðasta ári en var látinn fara í síðasta mánuði.

„Þekktasti eineltisseggur fótboltans"
Óskar Hrafn Þorvaldsson var allt annað en ánægður með Brown þegar Breiðablik lék gegn Aberdeen 2021.

„Þeir komu inn í klefann okkar og létu ljót og leiðinleg orð falla. Þeir voru fúlir yfir ummælum mínum en það er barnalegt að hegða sér svona," sagði Óskar Hrafn.

„Kannski var ég of harður en leikmenn Aberdeen eru fullorðnir. Það kemur mér ekki á óvart hvernig Scott Brown hagaði sér samt. Hann er jú einn þekktasti eineltisseggur fótboltans. Það kom mér ekki á óvart en það sem kom mér á óvart var að markvörðurinn þeirra, sem er 33 ára, hafi hagað sér eins og fimm ára gamalt barn."
Athugasemdir
banner
banner
banner