Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, segir engar afsakanir fyrir frammistöðunni sem liðið hefur boðið upp á í síðustu leikjum og að Arne Slot þurfi að finna stöðugleika í liðinu.
Gerrard var spekingur á TNT Sports þar sem hann fór yfir gengi Liverpool.
Hann upplifði sjálfur hæðir og lægðir á tíma sínum hjá Liverpool, og bar í raun allt liðið á herðum sér stærstan hluta ferilsins.
Englendingurinn segir Liverpool í miklum vandræðum og að ástandið verði áfram nema Slot takist að finna varanleg lausn við vandamálinu.
„Með hverju tapinu á fætur öðrum færist Liverpool nær krísu. Félagið er samt með magnaða leikmenn og þessi hópur vann ensku úrvalsdeildina, en það eru samt engar afsakanir fyrir svona frammistöðu hjá þessu félagi.“
„Það er ekki hægt að neita því að liðið eru í svakalegu basli og að ganga í gegnum skelfilegan kafla. Sjálfstraustið hefur aldrei verið lægra og þeir eru ótrúlega opnir.“
„Ástandið verður áfram svona ef stjórinn finnur ekki svör og stöðugleika í liðinu,“ sagði Gerrard.
Liverpool hefur tapað níu af síðustu tólf leikjum í öllum keppnum, sem hefur ekki gerst síðan 1953.
Athugasemdir


