Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 26. desember 2020 19:43
Ívan Guðjón Baldursson
Belgía: Mikilvægur sigur Oostende gegn Leuven
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
OH Leuven 1 - 2 Oostende
1-0 K. Malinov ('35)
1-1 A. Theate ('59)
1-2 P. Ngawa ('72, sjálfsmark)

Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Oostende sem heimsótti OH Leuven í efstu deild belgíska boltans.

Oostende var betra liðið stærsta hluta leiksins en Ari Freyr fékk að líta gula spjaldið í fyrri hálfleik og var skipt útaf í leikhlé. Leuven komst yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 í leikhlé.

Liðsfélagar Ara Freys sneru stöðunni við í síðari hálfleik og stóðu uppi sem sigurvegarar, 1-2.

Oostende er í baráttu um Evrópusæti með 25 stig eftir 18 umferðir. Leuven er í fjórða sæti með 29 stig eftir 19 leiki.
Athugasemdir
banner