Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 27. janúar 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Arsenal ennþá í viðræðum um kaup á Mari
Arsenal er ennþá í viðræðum við brasilíska félagið Flamengo um að fá varnarmanninn Pablo Mari í sínar raðir.

Mari er farinn aftur til Brasilíu eftir að hafa verið í viðræðum við Arsenal um helgina.

Arsenal vonast hins vegar ennþá til að ganga frá lánssamningi við Flamengo út þetta tímabil með möguleika á kaupum í sumar.

Hinn 26 ára gamli Mari gekk í raðir Manchester City árið 2016 og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, kannast við hann þaðan.

Mari fór frá City á láni til Girona, NAC og Deportivo La Coruna áður en Flamengo keypti hann síðastliðið sumar.
Athugasemdir
banner