mán 27. mars 2023 17:49 |
|
Það fara átta leikir fram í undankeppni EM 2024 í kvöld og hafa byrjunarliðin verið kynnt.
Írland tekur á móti Frakklandi í stærsta leik kvöldsins og ljóst að heimamenn eiga þungt verkefni fyrir höndum. Írar tefla fram fimm manna varnarlínu, þar sem Seamus Coleman og Matt Doherty sjá um bakvarðastöðurnar.
Írar eru með þokkalegt byrjunarlið en gæðin eru hvergi nærri þeim sem má finna í byrjunarliði Frakka, sem tefla fram Kylian Mbappe, Olivier Giroud og Randal Kolo Muani í fremstu víglínu.
Frakkar eru ótrúleg fótboltaþjóð. Þeir unnu HM 2018 og töpuðu svo úrslitaleiknum á HM 2022 eftir vítaspyrnukeppni.
Austurríki, Holland, Pólland og Svíþjóð eiga þá heimaleiki og má sjá byrjunarliðin þeirra hér fyrir neðan.
Írland: Bazunu, Coleman, Collins, Egan, O'Shea, Doherty, Molumby, Cullen, Knight, Ogbene, Ferguson
Varamenn: Travers, Kelleher, Browne, Hendrick, Idah, Johnston, McClean, McGrath, Obafemi, Omobamidele, Smallbone, Sykes
Frakkland: Maignan, Pavard, Konate, Upamecano, Theo, Camavinga, Rabiot, Griezmann, Mbappe, Kolo Muani, Giroud
Varamenn: Areola, Samba, Disasi, Y. Fofana, Coman, Diaby, Kounde, Tchouameni, K. Thuram, M. Thuram, Todibo, Veretout
Austurríki: Lindner, Mwene, Posch, Daniliuc, Danso, Laimer, Seiwald, Ljubicic, Baumgartner, Wimmer, Gregoritsch
Holland: Cillessen, Dumfries, De Ligt, Van Dijk, Ake, Wijnaldum, Wieffer, Memphis, Simons, Berghuis, Weghorst
Pólland: Szczesny, Frankowski, Bednarek, Salamon, Kiwior, Kaminski, Linetty, Zielinski, Zalewski, Lewandowski, Sviderski
Svíþjóð: Olsen, Wahlqvist, Lindelöf, Ekdal, Gudmundsson, Kulusevski, Gustafsson, Svanberg, Forsberg, Gyokeres, Isak