Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
17 ára leikmaður Sunderland í ensku úrvalsdeildina?
David Moyes er góður að þróa leikmenn sem koma úr B-deildinni
David Moyes er góður að þróa leikmenn sem koma úr B-deildinni
Mynd: EPA
Everton og West Ham eru meðal félaga sem hafa áhuga á Chris Rigg, leikmanni Sunderland í ensku B-deildinni.

Þessi 17 ára gamli miðjumaður hefur skorað fjögur mörk og gefið eina stoðsendingu í 34 leikjum með Sunderland í B-deildinni.

Sky Sports segir að Rigg sé á lista hjá Everton og að hann smellpassi við það sem félagið leitar að.

David Moyes, stjóri Everton, þekkir þá vel að taka leikmenn úr B-deildinni og þróa þá hjá Everton. Skotinn gerði mikið af því síðast þegar hann stýrði þeim bláklæddu frá 2002 til 2013.

West Ham United, fyrrum félag Moyes, er einnig í baráttunni og þá hafa nokkur félög frá Þýskalandi áhuga.

Rigg spilar með U19 ára landsliði Englands og skoraði fyrsta mark sitt á dögunum í leik gegn Portúgal.
Athugasemdir
banner
banner
banner