Sonur ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon, Louis, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum en það sem kemur kannski mest á óvart er að hann gerði ekki markið með Ítalíu.
Louis er 17 ára gamall vængmaður sem er á mála hjá Pisa á Ítalíu.
Faðir hans er einn besti markvörður allra tíma og goðsögn í ítalska landsliðinu.
Hann varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006 og Evrópumeistari með U21 árs landsliðinu, en sonur virðist ekki ætla að fara sömu leið og gamli maðurinn.
Á dögunum spilaði hann með U18 ára landsliði Tékklands og skoraði í sigri á Frökkum.
Móðir Louis, Alena Seredova, er tékknesk og var hann því gjaldgengur í landsliðið en samkvæmt erlendum miðlum átti Alena gott spjall með stjórnarmönnum tékkneska fótboltasambandsins og var ákvörðun tekin um að hann myndi spila með Tékkum.
Hann mun auðvitað áfram hafa kost á því að skipta um landslið, en endanlega ákvörðun þarf að liggja fyrir þegar og ef hann verður valinn til að spila með A-landsliði.
Louis Buffon, the son of Italy legend Gianluigi Buffon, has just scored his first goal for the Czech Republic at Under-18 level.#Calcio #Buffon #Pisa #Azzurri pic.twitter.com/8GhkhWqEcy
— Football Italia (@footballitalia) March 25, 2025
Athugasemdir