Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. maí 2020 11:26
Magnús Már Einarsson
Ensku liðin byrja að æfa með snertingum
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Félög í ensku úrvalsdeildinni samþykktu einróma á fundi í dag að færa æfingar nær eðlilegu horfi.

Æfingar hófust í síðustu viku eftir langt hlé vegna kórónaveirunnar. Leikmenn hafa undanfarna daga æft í litlum hópum og passað tveggja metra regluna.

Lið mega nú byrja að æfa í stærri hópum og með snertingum en tæklingar verða til að mynda leyfðar.

Lið eiga hins vegar að reyna að forðast allar óþarfa snertingar á æfingum.

Vonast er til að keppni í ensku úrvalsdeildinni hefjist á nýjan leik í kringum miðjan júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner