Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. júlí 2022 22:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: FH-ingar með toppsætið út af fyrir sig
Lengjudeildin
Rannveig Bjarnadóttir skoraði tvö
Rannveig Bjarnadóttir skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld.


FH fékk tækifæri á því að styrkja stöðu sína á toppnum en liðið fékk FJarðabyggð/Hött/Leikni F. Þetta byrjaði vel fyrir FH en Berglind Þrastardóttir skoraði strax á 2. mínútu.

Adam var ekki lengi í paradís en Linli Tu jafnaði metin þremur mínútum síðar. Rétt kona á réttum stað og potar boltanum í netið.

Rannveig Bjarnadóttir skoraði tvö fyrir FH áður en flautað var til hálfleiks. Telma Hjaltalín Þrastardóttir rak síðasta naglann í kistu F/H/L. 4-1 sigur toppliðsins sem er með þriggja stiga forystu á HK og eiga leik til góða.

Fjölnir og Haukar eru í erfiðum málum, sex stigum frá öruggu sæti en FJölniskonur töpuðu 3-0 gegn Augnablik en Haukar náðu jafntefli með marki í uppbótartíma gegn Fylki.

Augnablik 3 - 0 Fjölnir
1-0 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('17 )
2-0 Harpa Helgadóttir ('23 )
3-0 Sara Svanhildur Jóhannsdóttir ('44 )

Fylkir 2 - 2 Haukar
1-0 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('7 )
2-0 Vienna Behnke ('36 )
2-1 Birta Birgisdóttir ('48 , Mark úr víti)
2-2 Keri Michelle Birkenhead ('90 )

FH 4 - 1 Fjarðab/Höttur/Leiknir
1-0 Berglind Þrastardóttir ('2 )
1-1 Linli Tu ('5 )
2-1 Rannveig Bjarnadóttir ('15 )
3-1 Rannveig Bjarnadóttir ('45 )
4-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('83 )
Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner