Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mið 27. júlí 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Þurfti meiri tíma til að aðlagast hjá Juventus - „Átti að gera betur"
Dusan Vlahovic.
Dusan Vlahovic.
Mynd: EPA
Dusan Vlahovic gekk í raðir Juventus í janúar frá Fiorentina í janúarglugganum. Serbneski markaskorarinn fór hægt af stað í Tórínó en skoraði níu mörk í 21 leik fyrir Juve á síðasta tímabili.

Vlahovic var spurður að því í viðtali á Ítalíu hvort hann teldi sig færan um að skora 30 mörk næsta tímabil fyrir Juventus.

„Ég las að á síðustu 10-12 árum hafi markakóngurinn aldrei komið spilað með Ítalíumeisturunum. Það er kominn tími til að breyta því. Mörk liðsins eru mikilvægari en mörk einstaklinga, það er mikilvægara að Juve vinni. En ef ég skora 30 mörk og við verðum Ítalíumeistarar þá verð ég sáttur," svaraði hinn 22 ára gamli Vlahovic.

„Þetta var ekki erfitt val því Juve er sigursælt félag og samræmist minni hugsun um vinnusemi, baráttu og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við vitum öll hvað Juve stendur fyrir á Ítalíu. Það er ánægja og stolt að spila í litum félagsins."

„Ég þurfti smá tíma til að aðlagast þegar ég kom í janúar, ég hefði getað gert betur. Ég er ekki sáttur því við töpuðum úrslitaleik. Við komumst í Meistaradeildina en ég átti að skila meiru. Við leggjum mikið á okkur fyrir næsta tímabil. Ég er ungur og get bætt mig í öllum þáttum leiksins."
Athugasemdir
banner
banner
banner