Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. september 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Strákarnir þurfa sigur í Tékklandi á meðan karlarnir kíkja til Albaníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA

Það er ekkert um að vera í íslenska boltanum í dag en tvö íslensk landslið eiga þó keppnisleiki á útivöllum.


Strákarnir í U21 landsliðinu heimsækja Tékkland í umspilsleik um sæti á Evrópumótinu á næsta ári.

Ísland tapaði fyrri leiknum 1-2 á heimavelli og því þung þraut framundan, sérstaklega í ljósi þess að A-landsliðið er með sjö leikmenn í sínum hópi sem eru gjaldgengir í U21 liðið.

Karlarnir í A-landsliðinu heimsækja Albaníu í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Þar er lítið undir þar sem Ísland getur í besta falli reynt að smygla sér inn í umspilskeppni Þjóðadeildarinnar bakdyramegin með því að enda í öðru sæti riðilsins. Möguleikar landsliðsins á að komast upp í 2. styrkleikaflokk fyrir EM dráttinn eru orðnir að engu.

Ísland er með þrjú stig eftir þrjár umferðir á meðan Albanir eru aðeins með eitt stig, sem þeir sóttu til Íslands í júní.

Umspil fyrir EM:
16:00 TékklandU21 - ÍslandU21 (Stadion Strelecky ostrov)

Þjóðadeildin:
18:45 Albanía-Ísland (Air Albania Stadium)


Athugasemdir
banner
banner
banner