Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Pope gæti fengið aukna samkeppni
Mynd: EPA
Newcastle United hefur mikinn áhuga á því að fá James Trafford, markvörð Burnley, til félagsins í sumar. Þetta kemur fram í grein Daily Mail

Nick Pope er aðalmarkvörður Newcastle en á síðasta tímabili voru Martin Dubravka og Loris Karius honum til halds og trausts.

Karius er farinn frá Newcastle og ætlar því enska félagið að fá inn annan markvörð inn í hópinn.

Samkvæmt Daily Mail er Trafford efstur á lista hjá Newcastle en hann var aðalmarkvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Trafford er 21 árs gamall og uppalinn hjá Manchester United, en hann var í enska landsliðinu sem hann Evrópumót U21 árs landsliða á síðasta ári.

Talið er að Newcastle geti fengið Trafford á 20 milljónir punda, sem yrði ódýrari kostur en Aaron Ramsdale, en Arsenal vill fá að minnsta kosti 30 milljónir punda fyrir hann í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner