Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mið 29. janúar 2020 15:54
Elvar Geir Magnússon
Reynir Arsenal næst við Cedric Soares?
Arsenal hefur gengið frá samningi um varnarmanninn Cedric Soares og nú segja enskir fjölmiðlar að félagið beini sjónum sínum að bakverðinum Cedric Soares hjá Southampton.

Cedric er 28 ára portúgalskur landsliðsmaður og verður samningslaus í sumar. Hann fengist því væntanlega á afsláttarverði.

Mirror segir að Arsenal gæti fengið hann fyrir um 5 milljónir punda. Hann getur spilað sem bakvörður bæði vinstra og hægra megin.

Kieran Tierney er í langtíma meiðslum og þá hefur Hector Bellerín einnig verið að glíma við meiðsli.
Athugasemdir
banner